KARLBY borðplötur eru spónaplötur með
3,5 mm ysta lagi úr gegnheilum við.
Opnið ekki pakkninguna fyrr en komið
er að uppsetningu borðplötunnar. Þar til
borðplatan er sett upp ætti að geyma hana
við stofuhita innandyra og við eðlilegt
rakastig. Geymið borðplötuna ekki upp við
heitan ofn eða á köldu gól.
Borðplatan er meðhöndluð í verksmiðjunni
með vaxolíu og ekki þarf að meðhöndla hana
frekar fyrr en hún fer að láta á sjá. Þegar
yrborðið er farið að láta á sjá eða orðið
þurrt er kominn tími til að meðhöndla það
með BEHANDLA viðarolíu. Byrjið á því að
þrífa yrborðið og pússa það létt með fínum
sandpappír eða grófum svampi. Strjúkið í
sömu átt og æðarnar í viðnum. Strjúkið allt
ryk í burtu með þurrum klút. Notið klút eða
pensil til að bera BEHANDLA viðarolíuna
á, þunnt og jafnt. Látið síast í viðinn í um
það bil 15 mínútur. Þurrkið umframolíuna
af með þurrum, mjúkum klút. Eftir fyrstu
meðhöndlun ætti að pússa borðplötuna létt
með fínum sandpappír. Leyð yrborðinu
að þorna og berið aftur á að nokkrum
dögum liðnum. Þegar yrborðið hefur
þornað eftir aðra meðhöndlun ætti að pússa
yrborðið með aðeins grófari sandpappír til
að ná því sléttu. Til að tryggja að yrborð
borðplötunnar endist um árabil ætti að
meðhöndla það með BEHANDLA viðarolíu
einu sinni á ári. Meðhöndlið viðkvæmari
svæði oftar, eins og í kringum vask og
helluborð.
ÍSLENSKA 14