IS IS
133
VIÐVÖRUN! Farðu eftir öllum
öryggisleiðbeiningum hér að neðan við
notkun uppþvottavélarinnar.
Uppsetning og viðgerðir skulu vera í
höndum viðurkennds rafvirkja. Tæki
þetta er ætlað til notkunar á heimili og
fyrir sambærilega notkun, svo sem:
- í aðsetri starfsmanna í verslunum, á
skrifstofum og öðrum vinnustöðum
- í landbúnaði
- fyrir gesti á hótelum, mótelum og
öðru dvalarhúsnæði
- á gistiheimilum
Börn frá 8 ára aldri og fólk með skerta
líkamlega getu, skerta heyrn/sjón,
skerta andlega getu eða án reynslu
mega aðeins nota tækið undir eftirliti
til þess bærs einstaklings eða sé þeim
leiðbeint um örugga notkun tækisins
og að viðkomandi átti sig á öllum
hættum sem fylgja notkuninni.
Börn mega aldrei leika sér með tækið.
Þrif
og viðhald á tækinu má aldrei vera í
höndum barna án eftirlits.
Fólk með skerta líkamlega getu (þar
með talin börn), skerta heyrn/sjón,
skerta andlega getu eða án reynslu
mega aðeins nota tækið undir eftirliti
til þess bærs einstaklings eða sé þeim
leiðbeint um örugga notkun tækisins
og að viðkomandi átti sig á öllum
hættum sem fylgja notkuninni.
Umbúðaefni getur verið börnum
hættulegt!
Tæki þetta er eingöngu ætlað til
heimilisnotkunar innanhúss.
Gættu þess vandlega að tækið,
rafmagnsleiðslan eða klóin lendi ekki
í vatni eða öðrum vökva (hætta á
rafhöggi).
Taktu tækið úr sambandi við
veitustraumrás áður en þrif eða
viðhaldsvinna á því hefst.
Þrífðu tækið með mjúkri tusku í mildri
sápulausn. Þurrkaðu af því með þurri
tusku.
Þetta tæki uppfyllir eftirfarandi ESB-reglur og tilskipanir: 2014/35/EU,
2014/30/EU, 2009/125/EG, (EG) 643/2009 og 2002/96/EG
Öryggisupplýsingar