ÞRIF OG VIÐHALD
Viðvörun:
Áður en loftræstitækið er þrifið skal alltaf slökkva á tækinu og aftengja
frá rafmagni. Hætta á raflosti!
Ytra hylki og rist
Hreinsið ytra hylki með mjúkum klút. Ef
nauðsynlegt skal nota hlutlaust
hreinsiefni til að þurrka af því. Notið
aldrei rokgjarna vökva eða ræstiduft.
Hreinsið ristina með mjúkum bursta.
Hreinsið síu
Opnið hlífina og fjarlægið síurnar.
Hreinsið síurnar með heitu vatni og
hlutlausu hreinsiefni. Látið hana þorna
vandlega áður en hún er sett í aftur.
Látið hana ekki vera berskjaldaða fyrir
hita til að forðast að hún aflagist.
Varúð: Hallið ekki tækinu, hafið það
alltaf lárétt.
Fjarlægið uppsafnað vatn
Þegar notað er frárennslið frá botngatinu
(sjá uppsetningu):
• Takið frárennslispípuna úr klemmunni
og togið tappann út.
• Losið uppsafnað vatn í hentugt ílát,
setjið tappann aftur í frárennslispípuna
og festið pípuna á klemmuna.
• Bíðið í u.þ.b. 3 mínútur áður en tækið
er endurræst.
Hreinsið frárennslisípuna
Ýtið festiklemmunni aftur og togið
samskeyti c út úr raufinni. Fjarlægið
pípuna, hreinsið hana og látið hana þorna
vandlega áður en hún er sett aftur í.